Your Address
Choose Delivery Method
Höfundur: Max Hastings

Hinn 25. júní 1950 hófust ein blóðugustu stríðsátök 20. aldar þegar kommúnistastjórnin í Norður-Kórea réðst inn í Suður-Kóreu. Rauða-Kína og Sovétríkin studdu Norður-Kóreu gegn fjölþjóðlegu herliði lýðræðisþjóða sem barðist undir fána Sameinuðu þjóðanna. Í þrjú ár rambaði heimsbyggðin á barmi þriðju heimsstyrjaldar.
Grimmilegur hernaðurinn varðaði veginn að síðari hernaðarátökum kalda stríðsins í Víetnam og Kambódíu. Áhrifin urðu meðal annars þau að bandarískt herlið sneri aftur til Íslands 1951 eftir nokkurra missera fjarveru frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Í þessari mögnuðu bók dregur Max Hastings upp eftirminnilega mynd af því hvernig þátttakendur í Kóreustríðinu, jafnt hermenn sem óbreyttir borgarar og stjórnmálamenn, upplifðu átökin og gerir glögga grein fyrir uppruna þeirra, framvindu og afleiðingum.

8.430 kr.
Delivery Info