Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Jill Mansell

[removed]

Ástin var ekki ofarlega í huga Mimi þegar hún fór að heimsækja pabba sinn í litlu þorpi í Cotswolds á Englandi. Og það var ekkert rómantískt við fyrstu fundi hennar og Cal sem hún hitti í þorpinu. En Mimi gat ekki annað en heillast af honum.

Fjórum árum síðar liggja leiðir þeirra saman á ný í London. Sem fyrr eru þau upptekin af öðru en hugsanlegu sambandi sín á milli. Og lífið setur strik í reikninginn með sínum óúreiknanlegu vendingum.

Samt hittast þau aftur og aftur. Mun rétta stundin nokkru sinni renna upp?

Enski verðlaunahöfundurinn Jill Mansell hefur selt meira en 11 milljónir eintaka af bókum sínum – og er óhætt að segja að hún sé einn allra vinsælasti höfundur rómantískra skáldsagna í heiminum.