Jólahlaðborð, gisting og morgunmatur fyrir tvo á Hótel Hamri - 10. des.

-- Aðeins 30 bréf í boði -- Láttu jólastressið líða úr þér í hugljúfri hátíðarstemmningu með lifandi tónlist á Hótel Hamri, Borgarnesi þann 10. desember nk. Frábært tækifæri til að gera vel við sig í mat og drykk í huggulegu umhverfi.

Nánari Lýsing

Gisting og jólahlaðborð á rólegum og rómantískum nótum þann 10 desember. Boðið verður upp glæsilegt og fjölbreytt jólahlaðborð undir hugljúfum tónum frá Rakel og Gaddi sem verja kvöldinu með gestum og gangandi.  Morgunmatur fylgir gistingunni. Þetta er tilvalið tækifæri til að komast úr hringiðunni og njóta samveru með ástinni, vinum og fjölskyldunni. Aðgangur að heitum pottum og Sauna er einnig innifalið í þessu frábæra tilboði. 

Glæsilegt hótel í kyrrlátu umhverfi

Hótel Hamar er glæsilegt hótel á Vesturlandi á rólegum stað við golfvöllinn Hamar, í þjóðleið, rétt utan við Borgarnes. Á hótelinu ríkir friðsæld og kyrrð sem gerir hótelið að fullkomnum stað til að slaka á og endurnærast, með faglega þjónustu og öll þægindi innan handar. Útsýnið yfir Borgarfjörðinn er stórbrotið og Hamarinn, veitingastaður hótelsins, hefur getið sér gott orð fyrir að framreiða frábæran mat úr hráefni úr héraði. Í hótelgarðinum eru hægt að hafa það huggulegt í heitum pottum undir stjörnubjörtum himni.

 

Smáa Letrið
  • - Til að bóka herbergið og jólahlaðborðið þarf að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 433-6600
  • - Þetta tilboð gildir eingöngu fyrir gistingu og jólahlaðborð þann 10 desember 2022 og ekki er hægt að breyta dagsetningu nema í samráði við söluaðila.
  • - Aðgangur að heitum pottum og Sauna er innifalin í tilboðinu.

Gildistími: 28.11.2022 - 10.12.2022

Notist hjá
Hótel Hamar, Hamri, 310 Borgarnesi

Vinsælt í dag