Jöklaganga á Sólheimajökli með Arctic Adventures

Skoðaðu hinn ótrúlega og töfrandi ísheim Sólheimajökuls í hrífandi jöklagönguferð við hina mögnuðu suðurströnd Íslands. Ævintýri sem allir verða að upplifa.

Nánari Lýsing

Þessi ferð er upplifun fyrir litla hópa sem býður upp á auðvelda jöklagöngu á Sólheimajökul með reyndum jöklaleiðsögumanni og er í boði allt árið um kring. 

Sólheimajökulstungan á upptök sín í Mýrdalsjökli sem er frægur líka heimkynni eldfjallsins Kötlu. Það er enginn vafi á því að jökullinn er stórkostlegur og umhverfið líka. Jöklaleiðsögumaðurinn þinn mun benda þér á hvernig jökullinn er að hörfa og gefa þér áhugaverða sögu- og jarðfræðikennslu til að fá þig til að skilja sanna töfra jökulsins.

Rétt við rætur jökulsins festir þú á þig ísbroddanna og fylgir leiðsögumanni þínum til að kanna þetta náttúruundur. Þú munt sjá hvernig frumþættirnir móta og hafa áhrif á jökulinn, skapa dáleiðandi völundarhús af íshryggjum og djúpum V-laga sprungum sem þvera og skera yfirborð íssins. Svo ekki sé minnst á stóru holurnar sem stundum hafa borað sig í gegnum jökulinn og tæmt bræðsluvatn íssins í gegnum litla fossa og læki.

Jökullinn ber líka með sér ösku eftir eldgosa úr fjarlægri og ekki svo fjarlægri fortíð, þú gætir jafnvel verið svo heppinn að geta safnað smá sýnishorni af Eyjafjalljökli frá 2010.

Gönguhluti ferðarinnar er um 2 tímar með 1-1,5 tíma varið á glitrandi jökulinn.

Sólheimajökull

Sólheimajökull er  frá hinum volduga Mýrdalsjökli og er umkringdur nokkrum af glæsilegustu eldfjöllum Íslands og yfir sumartímann myndast jökullón fyrir framan jökulinn sem eykur bara sjarmann við staðsetninguna. Þessi vinsæla dagsferð er fullkomin leið til að komast í raunverulegt samband við krafta Íslands.

Hvað er innifalið:

  • Jöklaganga með leiðsögn.
  • Löggiltur Jöklaleiðsögumaður.
  • Sérhæfður jöklabúnaður.
  • Allur nauðsynlegur öryggisbúnaður.

Hvað á ég að taka með: 

  • Hlýr útivistarfatnaður

  • Vatnsheldur jakki og buxur

  • Höfuðfatnaður

  • Hanskar

  • Mælt er með góðum gönguskóm

Smáa Letrið
  • - Verð miðast við einn einstakling.
  • - Þessi ferð hefst við Sólheimajökul og þurfa ferðalangar að koma sér sjálfir á upphafsstað. 
  • - Hægt er að sjá leiðarlýsingu frá Reykjavík að bílastæði Arctic Adventures hér
  • - Túrinn sjálfur tekur um 2-2.5 klukkutíma. 
  • - Lágmarksaldur er 8 ára.
  • - Best er að bóka ferðina í gegnum tölvupóst í [email protected]

Gildistími: 29.03.2022 - 01.06.2022

Notist hjá
Arctic Adventures

Vinsælt í dag