Höfundur Hrefna Sætran
Það er ekkert til að borða.... hvað er í matinn??
Þetta eru klassískar spurningar á hverju heimili eins og margir kannast við.
Staðreyndin er sú að það er oftast fullt til, maður þarf bara stundum að fá smá leiðbeiningar til að finna út úr því og þess vegna gerði ég þessa bók. Matreiðslubók fyrir krakka á öllum aldri er hugmynd sem ég fékk, eftir að hafa fengið þessar spurningar í nokkur ár, einskonar leiðbeiningar fyrir fyrstu skrefin í eldhúsinu.
Stjörnukokkurinn og veitingahúsaeigandinn Hrefna Sætran kynnir nú matreiðslubókina Í Eldhúsinu, en í henni er að finna ótal einfaldar og stórskemmtilegar uppskriftir, ætlaðar krökkum á öllum aldri.
Hrefna leggur áherslu á að best sé að borða fjölbreytt og er bókin kaflaskipt eftir um hvaða tíma dagsins sé að ræða. Bók sem enginn má láta framhjá sér fara enda uppfull af uppskriftum og fróðleik sem mun eflaust fylgja krökkunum og jafnvel fjölskyldunni út lífið.
Bókina prýða svo afar girnilegar ljósmyndir eftir Björn Árnason.