Þegar Eiki, kokkur hjá okkur, var lítill gutti bjó hann í Texas í Bandaríkjunum og hamborgarar voru þar heilagir um helgar. Með tíð og tíma þróaðist ákveðin hefð og fjölskylduborgarinn varð til.
Eiki prófaði sig því áfram, sótti innblástur í fjölskylduborgarann og mótaði hann í smassútgáfu.
Borgarinn er með tveimur smössuðum buffum og tveimur ,,American cheese” ostsneiðum. Við erum búnir að búa til okkar eigin honey mustard sósu sem við látum vel af, bætum við stökku, steiktu beikoni og brjótum svo yfir stökkar kartöfluflögur.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun