Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Ingibjörg Hjartardóttir

Árið 1949 var fjölmargt verkafólk flutt frá Þýskalandi til að vinna á sveitabæjum á Íslandi. Nær sextíu árum seinna verður saga þessara kvenna viðfangsefni Helgu í BA-ritgerð í sagnfræði. Á sumardaginn fyrsta fer hún norður í land til að spjalla við Súlu, sem er ein fárra eftirlifandi Þjóðverja úr þessum hópi. Helga er ekki fyrr komin til hennar en skellur á aftakaveður og hún verður veðurteppt. Fljótlega vaknar sá grunur að erindi Helgu sé annað og meira en að safna heimildum. Er ritgerðin ef til vill yfirskin fyrir heimsókn hennar til Súlu? Hvaða leyndarmál búa undir yfirborðinu?

Á meðan Helga bíður þess að veðrinu sloti, skrifast hún á við Hlustarann. En það er trúnaðarvinur sem hún hefur eignast á netinu, trúað fyrir sögu sinni og hún væntir góðra ráða frá. Spennan vex og endirinn kemur lesandanum á óvart.

Hlustarinn er þriðja skáldsaga Ingibjargar Hjartardóttur, en áður hafa komið út Upp til sigurhæða og Þriðja bónin. Auk þess hefur hún skrifað fjölda leikrita, bæði sviðsverk og úrvarpsleikrit, ævisögu, ljóð og smásögur.

/.../ Saga þýska verkafólksins sem kom hingað til lands í vinnumennsku eftir síðari heimsstyrjöldina er mjög áhugaverð /.../ Um leið og maður les góða bók fræðist maður og verður enn forvitnari um sögu þessa fólks. Ég var verulega sátt eftir lestur bókarinnar sem hélt mér við efnið frá upphafi til enda /.../ Hlustarinn er raunsæ saga, skrifuð á leikandi lesmáli, áhugaverð og spennandi.ust ein af sterkustu skáldsögum ársins. - Ingveldur Geirsdóttir, Morgunblaðið

Allan tímann sem ég var að lesa bókina fannst mér eins og hún væri að gerast í dag, einhvernvegin nær höfundur að búa til aðstæður upp í sveit á Íslandi þannig að ég sá algjörlega fyrir mér litla bæinn og var meira að segja farin að ýminda mér hvað það væri hræðilegt ef hann væri undir Eyjafjallajökli. - Bókablogg Kollu af midja.is

Hlustarinn er margbrotin saga, þar sem fortíð og nútíð takast á í lífi tveggja kvenna. /.../ Höfundi tekst að heilla lesandann á fyrstu síðum og nær að halda honum alveg til enda. Það sést vel að Ingibjörg hefur lagt mikið upp úr persónusköpun Helgu og Súlu. Hugarheimur og sálarástand persónanna er sett upp á svo raunverulegan hátt að oft á tíðum þurfti ég að minna mig á að um skáldsögu væri að ræða, en ekki ævisögu. /.../ Bókin er kröftug og áhugaverð og stefnir saman ólíkum heimum en sýnir þó að allt tengist á einn eða annan hátt. - Snorri Freyr Snorrason, bókagagnrýni af student.is

1.990 kr.
Afhending