Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur María Elísabet Bragadóttir

[removed]

Herbergi í öðrum heimi hefur að geyma sjö smásögur. María Elísabet skrifar af öryggi og innsæi um þrá fólks eftir tengslum og uppgjöri.

Sunnudagsbröns snýst upp í andhverfu sína, börn dvelja á mörkum sakleysis og grimmdar, ung kona finnur ellina á eigin skinni, samskiptamynstur erfast milli kynslóða og veisla markar tímamót í lífi systra.

Með hárfínu skopskyni og hugmyndaauðgi kveður nýr höfundur sér hljóðs á eftirminnilegan hátt.