Hátíðarpakki 2 – Kerti og súkkulaði til styrktar Krafti

Hátíðarpakki 2 á sérstöku tilboðsverði. Pakkinn inniheldur kerti og súkkulaði. Falleg jólagjöf fyrir þig og þína. Gjöf til styrktar góðu málefni.

Nánari Lýsing

Allur ágóði af sölu rennur beint í starfsemi Krafts

Gómsæt súkkulaði Vetrarlína Omnom 2022. Hin fullkomna þrenning; Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies og Spiced White + Caramel súkkulaðistykki.

Fallegt ilmkerti með skilaboðunum „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“, unnið í samstarfi við Töru Tjörva. Hægt er að velja fjóra ilmi meðan birgðir endast; Epli & Kanil, Basil & Grape, Lavender & Vanilla eða Sandalwood & Myrra. Kertið kemur í fallegri öskju og er með loki. Kertið er umhverfisvænt og náttúrulegt soya kerti, brennslutími er 55 klst.

Hin sanna hátíðargjöf; gæða ilmur og súkkulaði fyrir þig og þína og um leið stuðningur við gott málefni.

Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. október 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Félagið var stofnað af fólki sem fannst vanta stuðning og fræðslu fyrir fólk sem væri að greinast með krabbamein á yngri árum. Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri alveg frá 18 ára og upp úr.

Hægt er að skoða fleirri vörur frá Krafti á: (https://kraftur.org/voruflokkur/vefverslun/hatidarvorur/)

Smáa Letrið
  1. Allur ágóði af sölu rennur beint í starfsemi Krafts

Gildistími: 24.11.2023 - 01.10.2024

Notist hjá
Kraftur Skógarhlíð 8 105 Reykjavík

Vinsælt í dag