Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Sally Magnusson

Bókin er bersögul og áleitin fjölskyldusaga, skrifuð af ást, virðingu og söknuði en leiftrandi húmorinn er aldrei langt undan þrátt fyrir erfiðar kringumstæður. Sagan er um leið áhugaverð úttekt á sjúkdómi sem herjar á milljónir manna um heim allan. Sally Magnusson hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir blaðamennsku og útvarpsþáttagerð og starfað sem fréttaþulur hjá BBC í mörg ár. Hún er dóttir hinnar vinsælu blaðakonu Mamie Baird og íslenska sjónvarpsmannsins góðkunna, Magnúsar Magnusson, sem flutti barnungur til Skotlands en hélt ævarandi tryggð við heimahagana.

Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir íslenskaði.

Þessi bók átti upphaflega að vera tilraun til að varðveita minningar um móður mína og hennar einstöku hnyttni og frásagnargáfu. Til þess hafði ég aðeins eitt – orðin hennar, samtöl okkar og samskipti. Síðar í ferlinu, þegar kom í ljós hve fyrirferðarmikið þetta félagslega fyrirbæri er sem við fjölskyldan flæktumst smám saman í, fór ég að skrásetja með því hugarfari að þessi saga gæti vonandi dregið aðrar svipaðar ævisögur fram í dagsljósið ásamt spurningunum sem hún vekti. Heilabilun er ein mesta samfélagslega, læknisfræðilega, efnahagslega, vísindalega og siðferðilega áskorun okkar tíma. Ég er fréttamaður. Þetta varð ein stærsta saga lífs míns. Sally Magnusson

1.990 kr. 999 kr.
Fullt verð
1.990 kr.
Þú sparar
991 kr.
Afsláttur
50%
Afhending