Glæsileg gisting og morgunverður fyrir tvo á Hótel Jökli






























Nánari Lýsing
Gisting og morgunverður á Hótel Jökli
Gisting fyrir tvo í tveggja manna herbergi með morgunmat
Gildistími er til 1. mars 2026 en þó gildir tilboðið ekki í Júní - september
Gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gefur.
Hótel Jökull er fjölskyldurekið hótel, staðsett í nágrenni Vatnajökuls. Landslagið umhverfis hótelið er stórbrotið og mörg herbergjanna hafa frábært útsýni yfir nærliggjandi fjöll. Hótelið er rétt við hringveg nr. 1, um 8 km frá Höfn í Hornafirði.
Starfsfólk Hótel Jökuls er til taks við að ráðleggja gestum varðandi afþreyingu og útivist á svæðinu, hjálpa til við að bóka dagsferðir og skipuleggja ævintýralega dvöl.
Hótelið er vel staðsett fyrir þá ferðalanga sem vilja skoða Vatnajökulssvæðið og Suðurlandið. Það er mikið úrval af afþreyingu í boði nálægt hótelinu, svo sem gönguleiðir, íshellaferðir, vélsleðaferðir, golfvöllur og sundlaug.
Náttúran í kringum hótelið er algerlega einstök og er nóg að benda á þekkta staði eins og Skaftafell, Jökulsárlón, Skálafellsjökul, Geitafell og Lónsöræfi, sem allir eru staðsettir skammt frá Hótel Jökull. Hrein og óspillt náttúra aðalsmerki Vatnajökulssvæðis, en þar er að finna mikið af ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á fjölbreytilegar dagsferðir.
Næsta þorp er Höfn í Hornafirði, heimabær íslenska humarsins. Þar er hægt að finna alla helstu þjónustu s.s bensínstöð, apótek, matvöruverslanir, kaffihús og veitingastaði.

Gjafabréf í Veskið
Veskið er þar sem þú geymir og nálgast flug- og bíómiðana, afsláttarkortin, debet- og kreditkortin þín og Aha Gjafabréfin!
Smáa Letrið
- Tveggja manna herbergi með sér baðherbergi
- Morgunverður innifalinn
- Hægt er að óska eftir herbergi með útsýni yfir jökulinn
- Gildistími er eitt ár en athugið þó gildir tilboðið ekki í Juni - september
- Hótelið er lokað 1. des - 31. jan
Gildistími: 01.03.2025 - 01.03.2026
Notist hjá
Vinsælt í dag