Gjafabréf í svifvængjaflug í Vík í Mýrdal

Gjafabréf í svifvængjaflug hjá True Adventure. Einn fallegasti staður landsins til að fljúga á. Mögnuð spenna, frelsi, skemmtun og ótrúlegt útsýni - Tilvalið fyrir pör eða litla hópa.

Nánari Lýsing

Spenna, frelsi, geggjuð skemmtun og ótrúlegt útsýni! Svifvængjaflug með True Adventure í Vík í Mýrdal. 
Þetta ævintýralega kynnisflug í svifvæng tekur í heildina um eina klukkustund. Farþeginn (neminn) er í öruggum höndum okkar vel þjálfuðu svifvængjaflugkennara sem kenna þeim undirstöðurnar í þessu frábæra sporti og taka með þeim fyrstu skrefin í loftið. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! …og taka svo nokkur skref aftur við lendingu. Svifið er um í 15 - 20 mínútur eða á meðan uppstreymið varir. Við fljúgum daglega, frá maí - september, á meðan veður leyfir og er þetta frábær upplifun fyrir alla sem einhvern tíma hafa dreymt um að svífa um á meðal skýjahnoðranna og smella fimmu á fuglana. Þyngdartakmarkanir eru 30 - 120 kg. 

Staður

  • Nágrenni: Vík í Mýrdal, Reynisfjall, Háfell, Hafursey og Hjörleifshöfði.
  • Flugtími: Stefnt er að 15-20, en fer eftir veðuraðstæðum.
  • Gott er að hafa litla vatnsflösku með.

Ferðalagið “hvað sérðu á leiðinni"

  • Seljalandsfoss og Gljúfrabúi
  • Skógafoss
  • Reynisdrangar
  • Frábært er að stoppa í Seljavallalaug í bakaleiðinni. 

Myndataka

  • HD myndavél með gleiðlinsu myndum.
  • Myndir og myndbönd úr ferðinni fylgja með.
Öryggið á oddinn!
Við fljúgum einungis í öruggum aðstæðum.  Ef spáin stenst ekki og við teljum ekki öruggt að fljúga, þá annaðhvort hinkrum við aðeins eftir að aðstæður breytist eða við löbbum niður og bókum annan tíma.  Svifvængjaflug er áhættusport og nemandi í kynningarflugi flýgur alltaf á eigin ábyrgð.

Bæta við í Apple Veski

Gjafabréf í Veskið

Veskið er þar sem þú geymir og nálgast flug- og bíómiðana, afsláttarkortin, debet- og kreditkortin þín og Aha Gjafabréfin!

Gift certificate

Gjafvænt, blaðrænt, stafrænt, veskisvænt eða símavænt.

Hvort sem þú ætlar að nýta gjafabréfið sjálf/ur, með öðrum eða gefa það sem gjöf þá bjóðum við upp á möguleika sem hentar hverju tilfelli.

Þú getur prentað gjöfina út sem fallegt gjafabréf sem er eingöngu merkt fyrirtækinu sem keypt er hjá og verð kemur ekki fram. Inneignina má einnig nota beint úr Aha appinu eða setja hana í Apple Veskið.


Smáa Letrið
  • - Gjafabréfið er sent með tölvupósti stuttu eftir kaup.
  • - Hægt er að fara í svifvængjaflug flesta daga vikunnar frá 09.00 - 21.00, en fer að sjálfsögðu eftir veðri, nema hvað... 
  • - Flugtími: 15-20 mín, en fer eftir veðuraðstæðum. 
  • - Til að panta tíma er best að senda tölvupóst á [email protected]  

Gildistími: 11.11.2024 - 11.11.2025

Notist hjá
True Adventure, Vík í Mýrdal

Vinsælt í dag