Höfundur: Claire Keegan
Sumarið er óvenjulega heitt og þurrt á Írlandi þar sem lítil stúlka er send í fóstur til ættingja og veit ekki hvenær hún fer aftur heim. Þótt hún þekki ekki fólkið upplifir hún hlýju og umhyggju sem hún hefur ekki áður kynnst og smám saman blómstrar hún í þeirra umsjá. En það er eitthvað ósagt á snyrtilega sveitabænum og stúlkan lærir að oft fara sorg og sæla hönd í hönd.
Fóstur er falleg og afar áhrifamikil saga sem sýnir enn fágæta hæfileika Claire Keegan til þess að ná fram tilfinningalegri dýpt í knöppu og hnitmiðuðu formi. Fóstur hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, líkt og saga hennar Smámunir sem þessir sem hlaut frábærar viðtökur á íslensku.