Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Haukur Ágústsson

Hér segir frá einlægum og óbrigðulum baráttuvilja sem bar Björgvin áfram til þeirra miklu afreka á kjörsviði sínu, tónlistinni, sem hann óneitanlega vann.

Óskólagenginn í list sinni samdi hann flest sinna verka og þar á meðal fjögur af fimm hinna miklu kórverka sinna sem eru að umfangi meiri og að mörgu glæsilegri en það sem aðrir íslenskir tónsmiðir hafa eftirlátið þjóð sinni. Nafn hans má ekki falla í gleymskunnar dá.

Ferill hans og afrek eru hvatning sem hverri nýrri kynslóð er nauðsyn til átaka og til sóknar á hvaða sviði sem er, landinu sem það byggir, til framfara go heilla um ókomnar aldir.

Bókin er rituð í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá fæðingu Björgvins. Hann fæddist á Rjúpnafelli í Vopnafirði 26. apríl 1891 og lést á Akureyri 4. janúar 1961, svo að hálf öld er liðin frá andláti hans. Jafnframt eru 70 ár síðan Björgvin var ráðinn sem söngkennari við Barnaskóla Akureyrar og Menntaskólans á Akureyri 1931. Líkt og fram kemur í formála bókarinnar sem var gefin út árið 2011„því fullt tilefni til að vera sérstakt hátíðarár Björgvini til heiðurs.“ Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA styrkti útgáfu þessarar bókar. Útgefandi er Ásprent Stíll ehf., Akureyri og Salka sér um dreifingu á höfuðborgarsvæðinu.