Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hugleikur Dagsson

Hvað eiga Björn Jörundur Friðbjörnsson, Bubbi Morthens, Magni Ásgeirsson, Árni Johnsen og jólasveinninn sameiginlegt? Jú, þeir hafa allir komið við sögu eineygða kattarins Kisa, en um ævintýri hans hefur Hugleikur Dagsson nú gert nokkrar teiknimyndasögur. Sú fyrsta hét Eineygði kötturinn Kisi og hnakkarnir og þessi er önnur í röðinni. Umræddur köttur á sér fyrirmynd í raunverulegum ketti, eineygða kettinum Dr. Jóni, en saga hans er rakin í bókarauka fyrri bókarinnar. En smám saman hafa sögurnar af Kisa og vinum hans þróast út í nokkurs konar áramótaskaup Hugleiks, samanber persónugalleríið sem nefnt er hér að ofan.

1.140 kr.
Afhending