Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Jeff Kinney

Skólagangan hjá Kidda klaufa hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hann er því ekkert of órólegur þegar fréttist að það eigi að loka skólanum vegna skemmda og jafna bygginguna við jörðu.

En þegar Kiddi áttar sig á að þetta þýðir að hann þarf að fara í annan skóla en besti vinur hans, snillingurinn Randver, stressast Kiddi heldur betur. Geta Kiddi og vinir hans bjargað gamla skólanum frá hruni? Eða er þetta bara glæsileg byrjun á nýjum kafla í lífi Kidda?