Buggy, Raufarhólshellir og borgari fyrir tvo

Fimm klukkustunda ævintýraferð með viðkomu í Raufarhólshelli sem og í Gróðurhúsinu í Hveragerði

Nánari Lýsing

Buggyferð, Raufarhólshellir og hamborgari í Gróðurhúsinu í Hveragerði.

Fimm tíma ferð þar sem fyrst er stoppað við hinn stórbrotna hraungang Raufarhólshellis sem
er einn lengsti og þekktasti hraunhellir Íslands.  Hellaskoðunin tekur um 55-60 mínútur 

Ferð inn í Raufarhólshelli er einstök upplifun og þar gefst frábært tækifæri til að skoða virkni
eldgosa með eigin augum, þar sem gengið er sömu leið og hraunið rann í Leitahraunsgosinu
austan Bláfjalla fyrir um 5.200 árum. Á veturna myndast í hellisgólfinu miklir ísdrönglar sem
gera ferðina inn í hellinn jafnvel enn áhrifameiri.

Buggy bílarnir eru 4ja sæta. 4x4 og sjálfskiptir. Allir bílarnir uppfylla ítrustu
öryggiskröfur eins og bílbelti og veltigrind.

Vinsamlegast klæðist hlýjum innanundirfötum og góðum skóm.

Smáa Letrið

Innifalið: 5 tíma Buggy ferð, aðgangur í Lava Tunnel, máltíð í Gróðurhúsinu, einangraður galli, hjálmur og buff.

Við pöntun þarf að gefa upp nafn tengiliðs, netfang, símanúmer og gjafabréfsnúmer.

Afbókanir þurfa að berast 24 klst fyrir brottför.

Ath - Gjafabréfið gildir fyrir tvo

Gildistími: 13.06.2024 - 13.12.2024

Notist hjá
Buggy Iceland. Skíðaskálinn Hveradölum, 816 Ölfus

Vinsælt í dag