Þriggja rétta lúxus fyrir 2 á Nauthól

Hið sívinsæla þriggja rétta gjafabréf frá Nauthól er fullkomin viðbót í jólapakkann og hefur hingað til engan svikið. Skelltu þér í Nauthólsvíkina og njóttu útsýnisins og kyrrðarinnar yfir frábærri matarupplifun.

Nánari Lýsing

Við endurtökum eitt allra vinsælasta tilboð síðasta árs.

Þriggja rétta veisla fyrir tvo á veitingahúsinu Nauthól.

Í forrétt: Ýmsir forréttir að hætti hússins.

Í aðalrétt: Hægt að velja um grillað lamba T-Bone eða pönnusteiktan þorskhnakka. Meðlæti fylgir báðum réttum.

Í eftirrétt: Frönsk Súkkulaðikaka borin fram með vanilluís og rjóma.

Um Nauthól

Veitingastaðurinn Nauthóll nýtur sérstöðu sem fáir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu geta státað af en hann býr að frábærri staðsetningu í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þeirri nálægð fylgir ósjálfrátt einhver bjartur heilnæmur og fallegur andi og við leggjum sérstaka áherlsu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum.

Gjafabréfið

Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin. Einnig er hægt að sækja inneignina rafrænt í Apple veskið eftir kaup.

Smáa Letrið
  • -Gjafabréfið er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin.
  • -Hægt er að skipta út réttum fyrir vegan rétti.
  • -Framvísa þarf gjafabréfinu við komu.
  • -Borðapantanir og upplýsingar í síma: 599-6660.
  • -Gjafabréfið má nýta frá 2. jan. 2023 til 15. nóv 2023. 

Gildistími: 02.01.2024 - 15.11.2024

Notist hjá
Nauthóll Nauthólsvegur 106 101 Reykjavík

Vinsælt í dag