





Höfundur Bubbi Morthens
Bubbi hefur átt ótal dýrmætar stundir við ár og vötn ásamt fjölskyldu sinni og góðum félögum. Hér kallar hann fram eftirminnilega atburði, glímu við silung í Meðalfellsvatni og átök við stórlaxa í ám víða um land. Hann segir sögur sem hrífa lesandann alla leið fram á árbakkann og Einar Falur Ingólfsson styður við frásögnina með óviðjafnanlegum ljósmyndum af fiskum og náttúrunni. Bubbi staldrar við í Kjósinni, Rangánum, Norðlingafljóti, Grímsá, Kjarrá, Miðfjarðará, Hítará, Norðurá, Langá, Vatnsdalsá, Stóru Laxá í Hreppum, Hofsá og Laxá í Aðaldal.
Veiðisögur er gullfalleg, vel skrifuð veiðibók sem skrifuð er af þekkingu og ástríðu Steingrímur Sævarr Ólafsson - pressan.is
Hvernig nálgast ég tilboðið
Sækja: Á opnunartíma er pöntunin tekin til fljótlega eftir pöntun og þú færð SMS þegar hún er tilbúin til afhendingar.
Heimsending: Hægt er að panta heimsendingu aukalega í greiðsluferli, við sendum strax eftir pöntun á opnunartíma.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun