Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Vilborg Davíðsdóttir

Þorgerður Þorsteinsdóttir ól tvíbura þegar hún var sjálf vart af barnsaldri en mátti bíða lengi eftir óskabarninu sínu, Þorkötlu Dala-Kollsdóttur. Því harmþrungari eru atburðirnir eftir þingið á Þórsnesi þegar tátlan er aðeins sjö ára gömul – og öllum óskiljanlegir. Þorgerður kýs heldur að leita styrks hjá skapanornunum undir askinum Yggdrasil en Hvítakristi ömmu sinnar, Auðar djúpúðgu, og leitin að sannleikanum leiðir hana í siglingu austur yfir haf og seiðför í sali Heljar.

Undir Yggdrasil er grípandi skáldsaga úr sama sagnabrunni og Vilborg Davíðsdóttir sótti áhrifamikinn þríleik sinn um Auði, en fyrsta bindi hans var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sögulegar skáldsögur Vilborgar hafa notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi enda varpa þær nýju og óvæntu ljósi á örlög og aðstæður íslenskra kvenna.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 9 klukkustundir að lengd. Höfundur les.

Hér má hlusta á brot úr hljóðbókinni:

4.040 kr.
Afhending