Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jóhanna Sveinsdóttir

Ljóðabókin Spegill undir fjögur augu er eftir Jóhönnu Sveinsdóttur (1951-­1995). Jóhanna lést af slysförum 8. maí 1995 og lét eftir sig fullbúið handrit að þessum ljóðabálki.

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fylgir bókinni úr hlaði m.a. með eftirfarandi orðum: „Spegill undir fjögur augu er margslunginn ljóðabálkur sem hefur tungumálið sjálft að aðalviðfangsefni, mál skáldskaparins sem fest er á blað með hinu „svarta sæði Satúrnusar“, blekinu. Textinn býr yfir ísmeygilegum húmor og íroníu en burðarás bálksins er sterkur ljóðrænn strengur.“

Ólöf Birna Garðarsdóttir hannaði útlit bókarinnar og kápu.

1.600 kr.
Afhending