






Handþeytari
Einstaklega fallegur handþeytari úr 50´s línu SMEG. Handfangið er með þægilegu
gripi og LED skjá, sem gerir þér kleift að telja niður mínútur og sekúndur við notkun.
Ræsing er mjúk, hraðastillingar níu og turbo stilling til staðar. Hrærarar og deigkrókar eru úr ryðfríu stáli.
Afskaplega fallegur og vel hannaður
Hönnun handþeytarans er vandlega úthugsuð, tryggir örugga notkun og sameinar bæði fegurð og fjölbreytileika.
Handfangið er með þægilegu gripi sem varnar því að tækið renni úr höndum notandans og handhægur
krókur til þess að losa fylgihluti er staðsettur fyrir neðan handfangið. Handþeytarinn er auk þess hannaður
þannig að hann heldur góðu jafnvægi þegar hann er lagður á bakhliðina og því einstaklega notendavænt
að leggja hann frá sér bæði eftir notkun og á meðan henni stendur.
Innnbyggður LED skjár
Stjórnborð með innbyggðum LED skjá er staðsett ofan á fallegu króm handfanginu.
Einfaldir þrýstitakkar gera þér kleift að velja á milli níu hraðastillinga og aðlaga þannig snúningshraða
handþeytarans nákvæmlega eftir þínum þörfum. Einnig er mögulegt að stilla niðurtalningu tíma á
stjórnborði og láta handþeytarann telja niður mínútur og sekúndur við notkun.
Upplýsingar um valda hraðastillingu og niðurtalningu tíma sjást á LED skjánum, en hverfa um leið og slökkt er á tækinu.
Aðlagaðu handþeytarann að þínum þörfum
Smeg 50´s handþeytarinn er fjölhæfur og frábær fyrir alls kyns matvinnslu og bakstur.
Tækinu fylgja þrjú pör af mismunandi aukahlutum úr ryðfríu stáli sem tryggja bestu mögulegu virkni.
Hrærarar eru fullkomnir fyrir hálf-hörð deig, eins og smákökudeig og kökubotna. Vír-þeytarar henta
fyrir loftkenndari matvæli eins og þeyttan rjóma, sósur eða eggjahvítur. Deigkrókar eru síðan
sérstaklega hannaðir fyrir ger- og súrdeig, eins og pizzur eða brauð.
Hönnun og útlit
Litur Hvítur
Vörulína 50´s Retro
Stjórnborð Þrýstitakkar
Aflstillingar 9
Túrbo virkni já
Þægindi notanda
Stamt grip á handfangi já
Sleppibúnaður já
Led skjár já
Telur niður mínútur og sekúndur já
Mjúk ræsing já
Yfirhitavörn - varnar því að mótor hitni – já
Tæknilegar upplýsingar
Breidd 220 mm
Dýpt 100 mm
Hæð án fylgihluta 171 mm
Heildarafl 250 W
Spenna 220 – 230 V
Tíðni 50 – 60 Hz
Þyngd 1,150 kg
Lengd rafmagnssnúru 1,5 m
Fylgihlutir
Hærarar 2 st
Deigkrókar 2 st
Vír – þeytarar 2 st
Bómullarpoki undir fylgihluti 1 st