Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Eric-Emmanuel Schmitt

Óskar og bleikklædda konan – Herra Ibrahim og blóm Kóransins – Milarepa
Í tilefni af sýningu Borgarleikhússins á einleiknum ÓSKAR OG BLEIKKLÆDDA KONAN, í flutningi Margrétar Helgu Jóhannsdóttur og leikgerð og leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar, hefur Bjartur endurútgefið 3 neon-bækur frá árinu 2004: Þrjár stuttar sögur sem hver um sig fjallar um ólík trúarbrögð.

Óskar og bleikklædda konan
Óskar er með hvítblæði og meðferðin gengur ekki vel. Hann er orðinn þreyttur á að valda læknunum sífelldum vonbrigðum. Á spítalanum kynnist hann Ömmu bleiku, sem aftur kynnir Óskar fyrir Guði og saman gera þau þrjú kraftaverk úr síðustu dögum Óskars.

Herra Ibrahim og blóm Kóransins
Gyðingurinn Mómó vingast við herra Ibrahim, arabakaupmanninn á horninu. Mómó heitir honum því að fyrst hann þurfi endilega að stela niðursuðudósum, steli hann að minnsta kosti bara hjá Herra Ibrahim. Saman fara þessir vinir í stórkostlega ferð og kynnast blómum Kóransins.

1.140 kr.
Afhending