Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jodi Picoult

Jacob Hunt er unglingspiltur með Aspergerheilkenni. Félagsleg samskipti eru ekki hans sterka hlið en hann hefur brennandi áhuga á réttarmeinafræði og er með lögreglutalstöð í herberginu sínu. Hann mætir því iðulega á vettvang glæpa og gefur lögreglunni góð ráð. En dag einn finnst leiðbeinandi hans myrtur og Jacob er yfirheyrður. Hann á bágt með að tjá sig, horfist ekki í augu við þá sem yfirheyra hann og kækir hans og hegðun virðast óviðeigandi – merkir það að hann sé sekur um glæp?

Reglur hússins er áhrifamikil saga um það að vera öðruvísi: um harkalega og óhjákvæmilega árekstra milli þeirra sem fylgja óskrifuðum reglum samfélagsins og hinna, sem hvorki þekkja né skilja þessar reglur.

Jodi Picoult er bandarískur höfundur sem hefur skrifað fjölda geysivinsælla og eftirminnilegra skáldsagna. Þrjár þeirra hafa komið út á íslensku, Nítján mínútur, Á ég að gæta systur minnar? og Brothætt.

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun