Vissir þú að Aha hefur keyrt yfir 5 milljón km á 100% rafmagni síðan 2017?

Það samsvarar því að við höfum keyrt oftar en 3780 sinnum hringinn í kringum Ísland.

Aha markaði sér snemma skýra stefnu í umhverfismálum og var fyrsti rafbíll til heimsendinga keyptur árið 2015 og hafði öllum heimsendingarflotanum verið skipt í 100% rafmagn árið 2018. Bílafloti fyrirtækisins samanstendur í dag af yfir 30 rafmagnsbílum, bæði smábílum sem og sendibílum.

Heimsendingar Aha með eigin flota fara því einungis fram á 100% rafmagni.

Úr loftlagsbókhaldi Aha árið 2020 kom fram að heimsendingar fyrirtækisins með rafmagnsbílum losa 130x minna kolefnisspor við aksturinn í samanburði við bensínbíla. Meðalútblástur vegna rafmagnssendinga er 9 gr Co2 ígildi per sendingu, en hefði verið 1200 gr Co2 að minnsta kosti ef bensínbílar hefðu verið notaðir.

Bílafloti Aha.is ekur fjarlægð sem nemur ummáli jarðar á 15-20 daga fresti eða frá Reykjavík og mislangt inn í Þýskaland á hverjum degi.