Mallorca 17. júní í viku

Flug og hótel til Mallorca þar sem gist er á Ola Tomir íbúðarhótelinu. Verð frá 69.900 kr. á mann m.v tvo fullorðna og tvö börn.

Nánari Lýsing

  • 2 fullorðnir og 2 börn - Verð 69.900 krónur á mann
  • 2 fullorðnir og 1 barn - Verð 74.900 krónur á mann
  • 2 fullorðnir - Verð 84.900 krónur á mann.

Mallorca er perla Miðjarðarhafsins! Á Alcudia, Magaluf, Palmanova, Playa de Palma og Santa Ponsa er að finna paradís fjölskyldunnar. Mallorca hefur verið ókrýnd drottning ferðamanna undanfarin 40 ár, enda státar eyjan af heillandi umhverfi, fjölbreyttri náttúrufegurð, gullfallegum ströndum og frábærri aðstöðu. Hér er frábært að lifa og njóta í fríinu, heillandi bæir með sérstakan karakter og yfirbragð og því þreytist maður aldrei á að flakka um og kynnast nýjum sjónarhornum eyjarinnar fögru. Heimsferðir hafa valið vinsælustu strendurnar fyrir farþega sína, Alcudia, Magluf, Palmanova, Playa de Palma og Santa Ponsa.

Á Mallorca getur þú valið á milli ótrúlega fagurra stranda með drifhvítum sandi, þú getur valið litlar víkur þar sem þú ert einn í heiminum eða fjölmennar strendur með fjölbreyttu mannlífi, veitingastöðum og stemmningu sem varir allan daginn. Í nágrenni við Palma mælum við sérstaklega með Playa de Palma sem er bæði löng og falleg með góðum veitingastöðum. Alcudia-ströndin þykir ein sú fallegasta á eyjunni með hvítum sandi eins langt og augað eygir og er sjórinn þar talinn tærastur við Mallorca. Höfnin og svæðið þar í kring þykir mjög líflegt og ekki er úr vegi að eyða tíma þar, sérstaklega seinni partinn eftir „siestuna“ en þá er mannlífið fjörugt.

Hér finnur þú diskótek og næturklúbba af öllum stærðum og gerðum. Við strendurnar er gríðarlegt úrval minni staða, í Palma er að finna fræg diskótek eins og Pacha og Titos, og ef þú vilt skemmta þér með innfæddum er upplagt að kíkja á Terraza de Mediterraneo þar sem barir og diskótek eru í röðum. Hér fer fólk seint út að borða á kvöldin, innfæddir sjálfir aldrei fyrr en upp úr 10 og enn seinna út að skemmta sér.

Það er gott að versla á Mallorca en stutt er að fara inn til Palma, höfuðborgar Mallorca, en þar má m.a. finna verslanir Zara, Berskha, Stradivarius, Mango, Desigual, Massimo Dutti og H&M en í september 2016 opnaði hér einnig verslun Primark.

  • Flugtími: Um 4 klst. 35 mín.
  • Gjaldmiðill: Evra
  • Tungumál: Spænska
  • Tímamismunur: +2 klst. á sumrin, +1klst á veturna
  • Akstursfjarlægð frá flugvelli: Um 20-50 mínútur.

Ola Tomir aparthotel

Góður og líflegur gistivalkostur í Portal Nous, rétt við höfnina og ströndina í Palma Nova. 

Hér er stór og falleg móttaka sem er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. hægt að leigja bíl og kaupa gjaldeyri.

Hótelið er innréttað í léttum, björtum og notalegum stíl en það hefur verið endurnýjað í gegnum árin.

Á hótelinu er góður sundlaugargarður með sundlaug og barnalaug. Umhverfis laugina er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum, sólhlífum ásamt því að hér er sundlaugarbar.

Veitingastaðurinn býður upp á hlaðborðsveitingar og a la carte matseðil, einnig eru haldin þar þemakvöld þar sem framreiddur er matur á alþjóðavísu. Hér er einnig snarlbar en þar er hægt að kaupa léttar veitingar og ýmis konar drykki.

Þá er hér leiksvæði fyrir allra yngstu börnin en barnaklúbburinn sem er fyrir aldurinn 4-12 ára, býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir börnin. Þá er hér borðtennisborð og billjardborð.

Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum, gegn gjaldi.

Á hótelinu eru herbergi og svítur sem eru fallega innréttaðar, með svölum eða verönd. Bæði herbergin og svíturnar eru vel búnar með loftkælingu, sjónvarpi, síma, ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist, kaffi/teketil og öryggishólfi gegn gjaldi. Á baðherbergi er hárþurrka. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Smáa Letrið

Leiðbeiningar

  • - Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • - Verð: 69.900 miðað við tvo fullorðna og tvö börn í herbergi, samtals 279.600 kr. 
  • - Verð: 74.900 miða við tvo fullorðna og eitt barn í herbergi, samtals 224.700 kr.
  • - Verð: 84.900 miða við tvo fullorðna í herbergi, samtals 169.800 kr.
  • - Brottför föst: 17. júní - Heimkoma: föstudaginn 24. júní
  • - Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla
  • - Athugið fargjald fyrir börn er fyrir 12 ára og yngri.

Innifalið í verði:

  • - Flug og flugvallaskattar
  • - Hótel
  • - Innritaður farangur 20 kg og handfarangur 5 kg á mann

Gildistími: 17.06.2018 - 24.06.2018

Notist hjá
Heimsferðir, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík

Vinsælt í dag