Senda til
Velja afhendingarmáta

Einfaldur hallux valgus púði sem skilur að stóru tá og tá nr 2. Hann smeygist uppá stóru tá svo hann haldist kyrr á sínum stað ólíkt öðrum púðum sem liggja lausir á milli. Er úr mjúku geli sem er teygjanlegt. Ein stærð sem er nokkuð stór og hentar því mögulega ekki fyrir litla fætur og/eða þegar um litla skekkju er að ræða.

Gott að þrífa reglulega með volgu vatni og mildri sápu. Einnig gott að strá með talcon púðri(baby powder) til að auðveldara sér að koma því á tánna svo það sé ekki stamt. Hægt er að nota þetta gel eitt og sér eða með öðrum Hallux Valgus spelkum. Það fer mjög lítið fyrir gelinu og því tilvalið að nota í lokuðum skóm. Koma tvær í pakka.