Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Gréta Sörensen

[removed]

Í Lopapeysubókinni er kennt á einfaldan hátt að prjóna lopapeysu og uppskriftir eru fyrir börn frá sex mánaða aldri og upp í stærðir fyrir fullorðna. Bókin inniheldur samtals fimm munstur fyrir smábarna- og barnapeysur og sex munstur fyrir kven- og karlapeysur.

Í bókinni er margs konar fróðleikur um prjónaskap, lopa sem hráefni, samsetningu lopalita, frágang og mismunandi útfærslur á íslensku lopapeysunni. Bókin hentar bæði byrjendum í lopapeysuprjóni og þeim sem eru lengra komnir, og er einnig tilvalin fyrir þá sem vilja taka þátt í að móta þessa arfleifð og skapa sínar eigin útfærslur.

Gréta Sörensen hefur áður sent frá sér Prjónabiblíuna sem notið hefur mikillar hylli og var m.a. tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Hún var barnung þegar móðir hennar prjónaði handa henni fyrstu lopapeysuna og síðan hefur hún sjálf prjónað lopapeysur á sín börn, tengdabörn og barnabörn. Hún er menntaður prjónahönnuður, vefnaðar- og textílkennari og hefur lengst af starfað við kennslu í mynd- og handmennt og hönnun.

4.990 kr.
Afhending