Höfundur Ingólfur Eiríksson, Elín Edda Þorsteinsd. myndir
Klón: Eftirmyndasagaer bráðfyndin og nístandi ljóðsaga um ábyrgð mannsins gagnvart lífi á jörðinni, um dauða og endurfæðingu. Í bókinni er rakin ævisaga klónahundsins Samsonar Ólafssonar Moussaieff, en sú saga lætur engan ósnortinn. Texti bókarinnar er eftir Ingólf Eiríksson og myndir eftir Elínu Eddu.
Ingólfur Eiríksson (1994) útskrifaðist úr meistaranámi í nútímabókmenntum frá Edinborgarháskóla árið 2019 og stundar nú nám í ritlist við Háskóla Íslands.Klón: Eftirmyndasagaer önnur ljóðabók hans, en sú fyrsta var Línuleg dagskrá (2018), sem kom út hjá Partus Press. Fyrsta skáldsaga hans er væntanleg hjá Máli og menningu í haust.
Elín Edda (1995) útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og stundar nú nám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún hefur gefið út
fjórar myndasögur,Plantan á ganginum(meðhöfundur: Elísabet Rún) (2014),Gombri(2016),Glingurfugl(2018) ogGombri lifir(2019), auk þess sem Partus Press gaf út ljóðabók hennarHamingjan leit við og beit migárið 2016.Gombrivar gefinn út á frönsku af Éditions Mécanique Générale í Kanada árið 2019.