Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Alexander McCall Smith

Kalaharí-vélritunarskólinn fyrir karlmenn er fjórða bókin um Kvenspæjarastofu númer eitt í Botsvana í Afríku þar sem hin ómótstæðilega Precious Ramotswe heldur áfram að glíma við snúin mál í einkalífi og starfi.

Ramotswe og Makutsi, aðstoðarkona hennar, bregður við þegar ný spæjarastofa er stofnuð í þorpinu, af karlmanni, en eftir að hafa hitt hann fær Ramotswe ákveðnar efasemdir um að honum sé treystandi.

Aðalmálið sem Ramotswe glímir við hér snýst um verkfræðing nokkurn. Samviskan hefur plagað hann til margra ára, vegna lygi, svika og þjófnaðar sem hann greip til sem ungur maður, til að hlífa eigin skinni. Nú vill hann fá hjálp Ramotswe við að finna það saklausa fólk sem varð fyrir barðinu á honum, svo hann geti bætt fyrir syndir sínar.

Bækur Alexanders McCall Smith um Kvenspæjarastofu númer eitt hafa farið sigurför um heiminn á undanförnum árum. Þetta eru líka einstakar sögur sem hafa að geyma sjaldgæfa blöndu af spennu, gamansemi og mannúð. Áður hafa komið út á íslensku í þessum flokki Kvenspæjarastofa númer eitt, Tár gíraffans og Siðprýði fallegra stúlkna.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 6 klukkustundir að lengd. Dominique Sigrúnardóttir les.