Höfundur: Hallgerður Gísladóttir
Íslensk matarhefð er alþýðleg sýnisbók um matarhætti Íslendinga frá fornu fari og fram til þessa dags. Hún er mikill og skemmtilegur fróðleiksbrunnur um forvitnilegt svið íslenskrar menningarsögu sem allir þurfa að vita nokkur deili á. Fjallað er um sérstöðu íslenskra matarhátta, gömul matreiðslurit, mjólkurmat, kjötmeti, fugl, egg, vatnafisk, sjómeti, kornmeti, íslenskar jurtir og garðamat og að endingu um drykki. Bókin er ríkulega myndskreytt og meginefnið er kryddað ramma- og spássíuefni af ýmsu tagi, svo sem mataruppskriftum, kveðskap og allrahanda þjóðlegum fróðleik. Vilji menn halda gamlar hefðir í heiðri við matargerð, veisluhöld, þorrablót, drykkjusiði og jafnvel brúðkaup er þessi bók mikið þarfaþing.