Engar niðurstöður fundust

Aðeins um Hafið Fiskverslun

Hafið fiskverslun var stofnuð árið 2006 af þeim Eyjólfi Pálssyni og Halldóri Halldórssyni. Fyrst um sinn eingöngu til húsa að Hlíðasmára 8 Kópavogi. Árið 2013 opnuðu þeir vinir annað útibú í Spönginni Grafarvogi. Heildverslun fyrirtækisins, fiskvinnsla og skrifstofur eru staðsettar á bryggjunni að Fornubúðum 1 í Hafnarfirði. Hafið fiskverslun er leiðandi á innanlandsmarkaði í sölu á ferskum fiski hvort sem er til neytenda, mötuneyta, grunnskóla eða annarra fiskverslana.

Fiskurinn

Við kaupum fisk beint af fiskmörkuðum og kaupum þann sem veiddur er af smábátum sem róa út daglega og veiða á línu. Fiskurinn er síðan verkaður og meðhöndlaður af okkur sjálfum þar sem notkun véla og tækja er takmörkuð. Það er gert til að tryggja bestu gæðin fyrir viðskiptavini okkar hverju sinni. Í fiskborðum okkar er að finna eitt mesta úrval landsins af tilbúnum fiskréttum til að ofnbaka, steikja eða grilla sem gerir fólki kleift að elda dýrindis máltíð á nokkrum mínútum. Einnig eru borðin ávallt full af ferskasta fiskfangi dagsins sem er tilbúið til meðhöndlunar.

Gæðastefna

Hafið fiskverslun einsetur sér að framleiða ávallt vöru í réttum gæðum og vera leiðandi ígæðamálum á markaðssvæðum fyrirtækisins. Til að ná þessum markmiðum setur fyrirtækið sér starfsreglur sem byggja á góðum starfsháttum og áhættuþáttagreiningu (HACCP) þar sem öryggi og gæði vörunnar eru í fyrirrúmi. Starfrækt er innra gæðaeftirlit hjá fyrirtækinu. Lögð eru til grundvallar lög og reglugerðir um eftirlit og mat á sjávarafurðum, pökkunarreglur og/eða gæðahandbækur frá söluaðilum eða þær unnar í samráði við þá.