Fjórhjólaævintýri fyrir tvo

Fjallasafarí á fjórhjóli er einstök upplifun fyrir alla fjöskylduna, vinahópinn, starfsmannaskemmtanir o.fl.

Nánari Lýsing

Skemmtileg ferð fyrir þá sem vilja upplifa náttúruna á nýjan hátt og einnig fá spennuna við það að aka á fjórhjóli á torförnum slóðum. Einnig munum við aka Hópsnesið, þar sem við munum sjá skipsflök og gamlar rústir húsa sem fólk bjó í hér á árum áður. Hópsnesið á sér mikla sögu og erum við spenntir að deila henni með ykkur.

Þetta er frábær ferð fyrir þá sem vilja stutta ferð sem skilur eftir minningar sem seint munu gleymast. Innifalið er 1 klst. fjórhjólaferð fyrir tvo á einu hjóli. Allur útbúnaður, s.s. gallar og hjálmar er einnig innifalinn. 

Ferðirnar eru farnar alla daga kl 11:00 og 15:00

Ekki Gleyma:

Koma með myndavél til að ná skemmtuninni á filmu eða kort og gera ráð fyrir mat þá eru allir glaðir!

Smáa Letrið

- Gjafabréfið er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum.
- Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram.
- Innifalið í tilboðinu er 1 klst. fjórhjólaferð fyrir tvo á einu hjóli.
- Best er að bóka með því að hringja í síma: 857-3001.
- Einnig er hægt er að senda tölvupóst á [email protected] með ósk um dagsetningu.
- Við innritun þarf að framvísa gjafabréfinu.
- Afbóka þarf með 48 klst fyrirvara.
- Ferðirnar eru farnar alla daga kl 11:00 og 15:00.
- Ferðin tekur 1. klst.

Gildistími: 27.04.2023 - 31.12.2023

Notist hjá
4x4 Adventures Iceland, Þórkötlustaðir 3, 240 Grindavík.

Vinsælt í dag