Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Huldar Breiðfjörð

Þegar enginn vildi við Íslendinga tala lánaði færeyska landstjórnin okkur nokkra milljarða. Skömmu síðar söfnuðu íbúar í smáþorpi peningum og afhentu íslensku líknarfélagi.

Hvað er það með Færeyinga? Eru þeir svona ofboðslega gott fólk?

Ungur Íslendingur tekur sér ferð á hendur til að hitta þjóðina sem virðist ekki geta hætt að bjarga okkur. Í Þórshöfn kynnist hann færeyskum verkamönnum, landflótta Íslendingum, málaörðugleikum og löngum þögnum. Í þessari óvenjulegu ferðasögu um eyjarnar átján er sjónarhorninu beint að frændum okkar Færeyingum – en ekki síður hinu nýja Íslandi.

2.540 kr.
Afhending