Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurjón Magnússon

Haustið 1939 í rússnesku borginni Sverdlovsk austan Úralfjalla. Snemma kvölds. Uppljómuð í myrkrinu er víðkunn bygging – kaupmannshúsið, oftast nefnt Ípatjev-húsið, þar sem Nikulás keisari var skotinn af bolsévíkum sumarið 1918. Á aðalhæð hússins hittum við fyrir gesti. Háttsetta flokksmenn frá Moskvu. Þeir standa saman í hnapp við dyr gömlu borðstofunnar. En andspænis þeim – á gólfinu miðju – getur að líta sjálfan Pétur Jermakov. Þann illræmdasta úr aftökusveitinni forðum.

Endimörk heimsins er áhrifamikil skáldsaga byggð á heimildum um síðustu daga keisarafjölskyldunnar í Rússlandi sumarið 1918.

Allt frá því Sigurjón Magnússon sendi frá sér skáldsöguna Góða nótt, Silja árið 1997 hefur hann verið meðal okkar fremstu höfunda. Endimörk heimsins hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012.

2.990 kr.
Afhending