Aðgerðir Aha.is vegna Covid-19
Við fylgjumst grannt með stöðu mála og uppfærum reglulega verklag og sóttvarnir í samræmi við ráðleggingar yfirvalda.
Aðgerðir vegna bíla og bílstjóra
Bílstjórar hafa fengið leiðbeiningar og fræðslu um smitleiðir Covid og sóttvarnir. Farið er eftir leiðbeiningum landlæknis. Áhersla er lögð á handþvott og hanga leiðbeiningar uppi um slíkt.
Spritt er í öllum bílum og spritta sendlar hendur vandlega á milli sendinga. Allir snertifletir bílsins sem og símar eru sótthreinsaðir á milli vakta og bílarnir allir sótthreinsaðir af fagaðilum reglulega.
Bílstjórar forðast snertingu við viðskiptavini og leggja frá sér sendingar á jörðina þar sem viðskiptavinur tekur við þeim á meðan sendill heldur 2ja m. fjarlægð. Þegar afhent er í sóttkví eru pokar lagðir fyrir utan dyr og bílstjóri hringir í viðskiptavin þegar hann er kominn aftur inn í bíl. Á meðan ástandið varir fara sendlar ekki með sendingar inn í hús viðskiptavina.
Ekki er tekið við fjölnota innkaupapokum á meðan samkomubann er í gangi.
Bílstjórar mætast lítið sem ekkert inni á vinnustaðnum. Innstimplun hefur verið færð í síma starfsmanna og samgangur þeirra á milli er lítill sem enginn.
Aðgerðir á Grensásvegi
Vinnustöðvum Aha.is á Grensásvegi hefur verið skipt upp og starfsfólk aðskilið. Þannig umgangast bílstjórar ekki starfsmenn þjónustuvers. Starfsfólki í þjónustuveri er skipt á 2 vaktir sem hittast ekki.
Leiðbeiningar um handþvott og aðrar leiðbeiningar vegna Covid-19 hafa verið hengdar upp og áhersla er lögð á handþvott og hreinlæti.
Þrif á skrifstofu, kaffistofu og bílakjallara hafa verið aukin og eru allir snertifletir sótthreinsaðir mjög reglulega, sérstaklega á milli vakta.
Hitatöskur eru sótthreinsaðar á milli vakta.