Alltaf hægt að sækja
Gríðarlegt álag hefur verið á heimsendingarþjónustunni undanfarnar vikur, bæði vegna fjölda fólks í einangrun og sóttkví og nú síðustu daga, vegna færðar á höfuðborgarsvæðinu.
Margföld eftirspurn hefur verið dag eftir dag eftir heimsendri matvöru og veitingum, en um 140 veitingastaðir eru í samstarfi við okkur og fjölgar hratt þessa dagana.
Við höfum heldur ekki farið varhluta af faraldrinum en margir starfsmenn hafa verið í sóttkví og einangrun að undanförnu með tilheyrandi erfiðleikum við mönnun vakta.
Því beinum við því til viðskiptavina okkar að þó það geti verið gott að fá heimsendingu, er ekki síður gott að geta verslað í rólegheitunum að heiman, látið starfsmenn verslana eða veitingastaða taka til vörurnar fyrir sig og sækja þær svo (eða fá vini og ættingja til að skjótast út) þegar SMS kemur um að pöntunin sé tilbúin.
,,Ég nýti mér það óspart að panta hádegis- eða kvöldmatinn í aha appinu og sækja sjálf eða fæ kærastann til að kippa því með heim eftir vinnu. Þá get ég skoðað matseðilinn í appinu, valið fyrirfram hvenær ég ætla að sækja og verið búin að borga fyrirfram“ segir Gerður Guðnadóttir, markaðsstjóri Aha. ,,Þetta tekur bara nokkrar mínútur, en ég finn líka oft góð tilboð frá veitingastöðum sem ég hefði annars ekki vitað af.“ bætir Gerður við.