Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Friðrik Erlingsson

[removed]

Sagan um Benjamín dúfu og vini hans er ein vinsælasta barnabók síðari tíma og hefur skilið eftir sig djúp spor hjá nokkrum kynslóðum íslenskra lesenda. Hér segir frá viðburðaríku sumri í lífi fjögurra vina.

Þeir stofna reglu Rauða drekans og Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni gegn ranglæti. Lífið virðist óslitið ævintýri en það koma brestir í vináttuna og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf þeirra.

Fyrir utan Íslensku barnabókaverðlaunin 1992 hlaut Friðrik Erlingsson ýmsar aðrar viðurkenningar fyrir Benjamín dúfu. Bókin hefur komið út á fjölda tungumála og hlotið afar lofsamlega dóma. Gerð var kvikmynd eftir sögunni sem sýnd hefur verið víða um lönd og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

3.299 kr.
Afhending