Höfundur: Hjörleifur Sveinbjörnsson

Apakóngur á Silkiveginum er sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, en þessar perlur eru færðar í aðgengilegan íslenskan búning.

Kínverjar eiga sér langa hefð frjórrar frásagnarlistar og nú hefur Hjörleifur Sveinbjörnsson þýtt sýnishorn úr öllum þekktustu sagnabálkum kínverskra bókmennta fyrri alda. Þannig gefst lesendum kostur á að kynna sér fjölskrúðugan og bráðskemmtilegan bókmenntaarf þessarar fornu menningarþjóðar – sem segja má að kallist á við Íslendingasögurnar.

Elsta sagan í bókinni, Þríríkjasaga, er frá 14. öld, hetjusaga um valdabaráttu, refshátt og orrustur. Litlu yngri er Fenjasaga, útlaga- og fóstbræðrasaga, og er hluti hennar hér í myndasöguformi. Vesturferðin er frá 16. öld og fjallar um svaðilför búddamunks nokkurs og skrautlegra fylgisveina hans um fjöll og firnindi. Í Hinni lærðu stétt er skopast að montnum og fáfróðum embættismönnum og í Drauminum um rauða herbergið segir frá auðugri stórfjölskyldu, ástarflækjum og heitum tilfinningum. Yngst er brot úr skáldsögu um einyrkja sem hleypur með kerru um götur Beijing og vill verða sjálfstæður. Einnig er í bókinni að finna nokkrar kínverskar smásögur og draugasögur frá ýmsum tímum.

Hjörleifur Sveinbjörnsson fékk Íslensku þýðingarverðlaunin árið 2009 fyrir bókina.

3880

Apakóngur á Silkiveginum

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 50mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

3.880 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik