Flokkar:
Höfundur: L. M. Montgomery
Anna Shirley er ellefu ára munaðarlaus stúlka sem fyrir tilviljun eignast heimili hjá eldri systkinum, Marillu og Matthíasi í Grænuhlíð, og lífgar heldur betur upp á tilveruna þar á bæ.
Stúlkan er hvatvís og uppátækjasöm, en einnig greind, útsjónarsöm og ástúðleg. Leiðarvísir hennar í gegnum lífið er ímyndunaraflið sem hleypur oftar en ekki með hana í gönur.
Sagan gerist í Kanada í lok 19. aldar en Anna í Grænuhlíð hefur brætt hjörtu íslenskra lesenda í nær sjötíu ár og vinsældir hennar hafa lítið dalað. Nú kemur út í fyrsta skipti heildarþýðing á fyrstu bókinni í bókaflokknum sem telur alls átta bækur.
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun