Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Gunnar Helgason

Sko … ókei … sko, ég þekki enga fjölskyldu sem hefur lent í meira rugli en okkar fjölskylda. EN! Það er ekkert miðað við það sem ég lendi í núna!

Listakonan amma Köben slær í gegn og vill fá okkur öll í heimsókn til að skoða sýninguna hennar (það er geggjað), tvíburarnir klifra um allt og kunna ekki á kopp (ég ætla að kenna þeim það), allt fer í steik hjá elsku bestu Fatímu (ég verð að laga það) OG … ég er allt í einu orðin spákona! Bíddu … var ég búin að minnast á danska gaurinn með síða hárið sem er alltaf bara í nærbuxum? Í ELDHÚSINU okkar!

Þessi bók ætti í rauninni að heita: Amma Köben og MESTA RUGL Í HEIMI!

Þín (að eilífu) Stella

Gunnar Helgason þarf vart að kynna fyrir íslenskum börnum, lesendum, foreldrum, öfum og ömmum. Bækurnar hans um Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar eru í uppáhaldi hjá þeim öllum, auk þess sem þær eru margverðlaunaðar og stjörnum hlaðnar af börnum jafnt sem hátíðlegum gagnrýnendum.