Skelltu þér norður í land, á Árskógssand og komdu í afslöppun á Hótel Kalda. Huggulegt tilboð fyrir tvo í sveitasælu og tilvalið að nýta tækifærið og dýfa sér í bjórböðin vinsælu í leiðinni.
Innifalið í tilboðinu er gisting fyrir 2 með morgunmat.
Hótel Kaldi er fullkomið fyrir pör sem vilja komast í afslappað umhverfi og njóta í kyrrð og ró. Hótelið er staðsett á Litla-Árskógssandi, í innan við 30 km fjarlægð frá Akureyri. Hrisey er 7,2 km frá Hótel Kalda og Dalvík er í 13 km fjarlægð.
Gestir geta notið sjávarútsýnis og horft út Eyjafjörðinn og yfir til Hríseyjar, baðað sig í bjór í Bjórböðunum og einnig notið góðrar kvöldstundar á veitingastað bjórbaðanna.
Hægt er að sjá nánar um Bjórböðin á bjorbodin.is en þau eru aðeins í 200 metra fjarlægð frá Hótel Kalda. Einnig hægt að rölta við í Bruggsmiðju Kalda og gæða sér á heimsklassa öli úr bruggsmiðjunni þeirra.
Öll herbergin á hótelinu eru með sér baðherbergi, flatskjá og skrifborði.
Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin. Einnig er hægt að sækja inneignina rafrænt í Apple veskið eftir kaup
Gisting fyrir tvo með morgunmat á Hótel Kalda
Smáa Letrið
- Bókanir á [email protected].
- Innritun er frá15:00, útritun er frá 12:00
- Mundu eftir gjafabréfinu.
- Afbókanir þurfa að berast með 48 tíma fyrirvara.
Gildistími: 16.09.2024 - 16.09.2024