Gisting, morgunmatur og aðgangur að Spa á Landhótel

Gjafabréf í gistingu í eina nótt á nýju hóteli í Landsveit með morgunverðahlaðborði ásamt aðgangi í Spa með baðsloppum. - Komdu í sveitina, taktu ástina með eða gefðu sem fallegt gjafabréf - Gildistími til 1.12.2023.

Nánari Lýsing

Gjafabréf í gistingu í eina nótt á nýju hóteli í Landsveit með morgunverðarhlaðborði og aðgangi að Spa með baðsloppum. - Komdu í sveitina, taktu ástina með eða gefðu sem fallegt gjafabréf - Gildistími til 1.12.2023

Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin.  Einnig er hægt að sækja inneignina rafrænt í Apple veskið eftir kaup

Velkomin á Landhótel

Landhótel er nýtt hótel sem opnaði í júní 2019. Hótelið er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á besta stað á Suðurlandi. Hótelið er hannað með íslenska náttúru að leiðarljósi og hefur alls 69 herbergi sem eru öll mjög rúmgóð og með frábært útsýni til allra átta.

Staðsetning Landhótels er alveg einstök með drottningu okkar Heklu í næsta nágrenni og útsýni til allra átta. Hér er engin sjónmengun frá borg eða bæ og er stórkostlegt að vera á útsýnissvölum hótelsins þegar Norðurljósin æða yfir stjörnubjartan himinninn. Í 1-3 tíma radíus eru flestir áhugaverðustu ferðamannastaðir suðurlands og eru óteljandi afþreyingarmöguleikar í boði eins og jöklaferðir, fjallgöngur, dagstúrar í Landmannalaugar, Þórsmörk eða Þjórsárdal má nefna sem dæmi. Einnig er tilvalið fyrir hópa að koma í ráðstefnu eða hvataferðir, en Landhótel er með glæsilega fundaraðstöðu fyrir stóra sem smáa fundi. Á Landhóteli færð þú að njóta einstakrar náttúru og þú getur alltaf gert ráð fyrir að fá vinalega og persónulega þjónustu.

Hótelið státar sig af fullkomnu hljóðvistarkerfi í öllum rýmum, sem þýðir ekkert bergmál er í neinum rýmum á hótelinu.  Gestir okkar geta slakað á og notið samskipta við aðra án þess að bakgrunnshljóð trufli.  Fullkominn staður til að slaka á!

Nýverið var settur frábær Sauna klefi á hótelið og aðgangur að honum er innifalinn í tilboðinu ásamt baðsloppum. 

Landhótel - 4ja stjörnu hóteli, 3ja rétta matseðill og Spa

Matarupplifun á Landhótel

Stefna Landhótels er að sækja sem flestar afurðir úr heimabyggð og endurspeglar matseðill okkar það sem fæst úr nánasta umhverfi. Við erum með snilldarkokka sem færa fram dýrindis rétti og meðlæti. Við bjóðum upp á morgunhlaðborð sem er innifalið með herberginu og "a la carte" á kvöldin sem hægt er að bóka aukalega á meðan dvölinni stendur.  Ef þú vilt eyða deginum í ævintýraferð um sveitina þá getum við útbúið nestispakka fyrir þig.

Morgunverður er innifalinn á meðan á dvölinni stendur.  Morgunverðarhlaðborðið okkar býður upp á fjölbreytt úrval af hrærðum eggjum, beikoni, nýbökuðu brauði, skyri, musli, ferskum ávöxtum og sæta brauði ásamt nýlöguðu kaffi og ávaxtasöfum.

Við hvetjum þig til að láta okkur vita ef um mataróþol eða ofnæmi er að ræða og við gerum okkar best að koma til móts við alla.

  121 tilboð seld
Fullt verð
36.900 kr.
Þú sparar
11.000 kr.
Afsláttur
29 %
Smáa Letrið

-Innritun er kl 16:00 og brottför er kl 11:00.
-Morgunverðarhlaðborð er á mill 08:00 og 10:00.
-Til að bóka er best að senda tölvupóst í [email protected]
-Afbókun þarf að berast innan 48 tíma fyrir komu.
-Gjafabréfið gildir til 1. des 2023 en ekki er hægt að bóka herbergi á milli 15. maí til 15 september. 

Gildistími: 11.11.2022 - 01.12.2023

Notist hjá
Landhótel, 851 Hella

Vinsælt í dag

LPG Endermologie

13.990 kr. 8.990 kr.

60 mín nudd að eigin vali

13.990 kr. 9.990 kr.

Kristals- og Demantshúðslípun

15.990 kr. 10.990 kr.

Dekurpakkar frá Mímos

13.900 kr. 9.900 kr.

Domo Rotisserie borðorfn

24.950 kr. 19.950 kr.

Tecnica Origin LD Dömu

34.990 kr. 24.493 kr.

Domo vöfflujárn

14.950 kr. 10.950 kr.

Zwilling pottaset

34.950 kr. 24.950 kr.

Tecnica Makalu II GTX Barna

24.990 kr. 17.493 kr.

Domo blandari XPower

14.950 kr. 11.950 kr.

Sodastream Megapack svart

22.950 kr. 17.950 kr.

Tecnica Forge GTX Dömu

49.990 kr. 34.993 kr.