Vistvænt INNKAUPASETT - Taupoki og tveir grænmetispokar

Tilvalin og nýstárleg tækisfærisgjöf sem hjálpar okkur að taka næsta skref í baráttunni við plastið með því að sleppa þunna pokanum í grænmetisborðinu.

Nánari Lýsing

Boðskapurinn á taupokunum vekur okkur til umhugsunar um að:

plastið sem hverfur úr lífi okkar ... birtist í lífi annarra og að ráðlagður dagskammtur af plasti er 0%

Veldu poka 1 eða 2

 

Pokarnir eru úr 100% bómull og eru Fair Wage og Fair Labor.

Hönnuðir á myndefni og slagorðum eru listamennirnir:  

Linda Ólafsdóttir, Sverrir Norland og Sölvi Dúnn Snæbjörnsson 

 

 

Vistvæn Framtíð

Vistvæn framtíð stendur fyrir herferð með áhrifaríkum boðskap sem vekur okkur til umhugsunar um að hætta halda fast í plast. 

Hildur Petersen stofnaði Vistvæna framtíð í júlí 2017 með það að markmiði að draga úr plastsóun. Í allri þeirri umræðu sem nú er í gangi var það sérstaklega eitt atriði sem fékk Hildi til að staldra við en það var að:

"Rannsóknir  hafa sýnt fram á að með áframhaldandi þróun verði plastið í hafinu  orðið meira að þyngd en fiskarnir árið 2050" .

Á sama tíma eru ýmsir aðilar að setja sér afar hógvær markmið um að uppræta notkun plastpoka í verslunum.  Hér var greinilega verk að vinna því enn eru plastpokanir í boði hjá flestum verslunum þó alls ekki öllum og jafnvel eini valkosturinn. Næsta skref var því að skapa nýstárlega vörulínu af innkaupapokum með mengunina í hafinu í brennidepli.  Markmiðið er að þeir verði staðgengill plastpokanna og fólk vilji nota þá aftur og aftur.




Smáa Letrið
  • Varan er sótt til aha.is, Skútuvogi 12b,
  • Eða heimsent 1-2 dögum eftir kaup fyrir +300 krónur

Gildistími: 16.02.2018 - 31.03.2018

Notist hjá
Varan er sótt til aha.is, Skútuvogi 12b, Eða heimsent 1-2 dögum eftir kaup fyrir +300 krónur

Vinsælt í dag