Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sally Green

Ég hlýt að hafa skipt um ham en ég man ekki eftir því.
Nei, ég man ekkert eftir því.
Ég man hins vegar að ég reyndi að koma í veg fyrir að það réðist á hana …
Dýrið drap hana samt.

Blendingurinn Nathan er enn á flótta og getur engum treyst. Hvítanornir elta hann, svartanornir hata hann. Gjöf Marcusar föður hans gerir Nathani kleift að taka á sig mynd hættulegrar skepnu sem hann hefur ekki fullt vald á. Nú þarf Nathan að bjarga Annalise, stúlkunni sem hann elskar, án þess að stofna lífi hennar í hættu.

Villta hliðin er önnur bókin í geysivinsælum þríleik sem hefur farið sigurför um heiminn. Spenna, hraði og heitar tilfinningar.

Salka Guðmundsdóttir þýddi.

„Óvenjulegar og magnaðar bækur; mikið hlakka ég til að fá þá þriðju og síðustu í hendur.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

„… kröftugur stíll, útpældar persónur, margslungnir töfrar og átakanleg atburðarás …“
Publishers Weekly

„Blóði drifinn hápunkturinn er ógleymanlegur og endalokin gera lesandann trylltan af spennu.“
Kirkus Reviews