Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Cheryl Strayed

Villt – Leitin sem endaði á Kambaslóðinni við Kyrrahafið hefur farið sigurför um heiminn og er mögnuð frásögnungrar konu sem gerir upp líf sitt á grýttri fjallaslóð. Bókin er kjörin til lestrar í páskafríi eða fyrir sumarið, enda fyllir hún mann eldmóði til að takast á við nýjar leiðir í lífi sínu. Cheryl er 26 ára gömul og finnst hún hafa misst tökin á lífinu. Hún er komin á ystu nöf, sjálfsvirðingin farin og vanlíðanin yfirþyrmandi. Einn góðan veðurdag sér hún ferðabók um margra mánaða gönguleið sem er nefnd Kambaslóðin við Kyrrahafið. Allsendis óvön og illa undirbúin ákveður hún að leggja upp í þá göngu. Leiðin er löng og torfær og hættur leynast víða. Þessi mikla áskorun styrkir hana samt sem áður og heilar, og Cheryl kynnist sjálfri sér á nýjan hátt í óvæginni náttúru við óblíðar aðstæður.

Elísa Jóhannsdóttir íslenskaði.

Yfir 1 milljón eintaka seld í Bandaríkjunum.

Ég gat ekki setið kyrr … lesturinn var þvílík þeysireið …bókin er hvetjandi, umhugsunarverð, og svo góð fyrir sálina. Oprah Winfrey

Málið er að VILLT eftir Cheryl Strayed er ein af bestu bókum sem ég hef lesið á undanförnum fimm til tíu árum … Nick Hornby, rithöfundur

3.690 kr.
Afhending