Hvernig nálgast ég pöntunina?
Þú getur sótt vörurnar í Nettó í Mjódd, þar sem þær hafa verið teknar saman, án nokkurs auka kostnaðar eða fengið heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu sendingargjaldi.
Hvenær fæ ég pöntunina?
Hægt er að fá pöntunina innan 90 mínútna eða fyrirframpanta og velja hentugan afhendingartíma með 30 mínútna nákvæmni næstu 7 dagana. Þú þarft því ekki að skipuleggja heila kvöldstund til að bíða eftir sendli. Við sendum þér SMS um leið og pöntunin er tilbúin til afhendingar eða fer af stað.
Hvað kostar að fá heimsent?
Það kostar 1.490 kr að fá heimsent á 90 mínútum. Ef þú fyrirframpantar fyrir meira en 15.000 kr. er heimsendingin frí.
Hvar vel ég hvenær og hvernig ég vil fá sent?
Með því að smella á körfuhnappinn efst til hægri opnast karfan, þar getur þú breytt heimsendingarmöguleikum.
Hvað ef varan er ekki til?
Það getur alltaf komið fyrir að vara sé ekki til eða sé í körfum viðskiptavina í versluninni. Í slíkum tilfellum endurgreiðum við það sem vantar.
Þarf ég alltaf að vera að tína sömu hlutina í körfuna?
Þegar þú hefur gert pöntun í fyrsta skipti, getur þú valið Sama og síðast hnappinn. Þú getur síðan breytt þeirri körfu, tekið úr og bætt í áður en þú gengur frá næstu pöntun. Þannig átt þú að geta gert matarinnkaupin á innan við 5 mínútum.
Get ég fengið sent í vinnuna, til afa eða ömmu?
Já - þú getur sett upp mörg heimilisföng í kerfinu, bæði til að senda í vinnuna eða til að senda til aðstandenda sem eiga erfitt með að fara í búð. Í slíkum tilfellum hvetjum við þig til að nota tímann sem þú sparaðir til að fara í heimsókn til viðkomandi.
Get ég fengið sent með dróna?
Að sjálfsögðu verður það hægt, við erum að undirbúa frábæra drónapakka frá Nettó sem verður hægt að fá senda uppí Grafarvog á mettíma þegar veður leyfir. Í dag takmarkast þessar sendingar við ca 2,5 kg, en tækninni fleygir fram...
Ég er með aðra spurningu, eða tillögu um hvað má gera betur.
Við viljum endilega heyra í þér - neðst í hægra horninu á síðunni er leið til að komast í beint samband við okkur. Einnig má senda okkur póst á aha@aha.is.