Álfabikarinn vinsæli frá Móðurást

Álfabikarinn (MoonCup) er margnota silikonbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr silikoni, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu - Póstsending innifalin

Nánari lýsing

Álfabikarinn er bjöllulaga, um 5 cm á lengd og tekur um 30ml. Meðalkona missir um 80-100ml við hverjar blæðingar.

Álfabikarinn er auðveldur í notkun. Mikilvægt er að gæta fyllsta hreinlætis við alla meðhöndlun bikarsins og vera með hreinar hendur þegar hann er handfjatlaður og þegar hann er settur inn í leggöngin. Honum er komið fyrir neðarlega í leggöngum meðan á tíðum stendur og þarf að tæma á 4-12 tíma fresti, en það er þó nokkuð misjafnt eftir því hvað blæðingarnar eru miklar. Notkun hans að næturlagi er örugg og ekki þarf að fjarlægja hann við þvaglát eða losun hægða.

Álfabikarinn hentar öllum konum, ekki síst þeim sem eru á ferð og flugi. Hægt er að stunda bæði sund og aðrar íþróttir, klífa fjöll og firnindi svo að eitthvað sé nefnt.

Val á vöru:

Stærð A: fyrir þær sem hafa átt barn/börn

Stærð B: fyrir þær sem ekki hafa átt barn/börn eða hafa farið í keisarafæðingu

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu verslunarinnar Móðurást - www.modurast.is

Varan er póstsend tveimur vikum eftir að tilboðinu lýkur. Kaupendur þurfa að passa að heimilisfang sé rétt.

Um Móðurást

Móðurást er með verslun að Laugavegi 178 óg býður upp á fjölbreytt úrval af barnavörum, mjaltavélaleigu og útleigu á ungbarnavogum. 

  179 tilboð seld
  Um Móðurást
  Móðurást
  Móðurást Laugarvegur 178, 105 Reykjavík
  Fjölbreytt úrval af barnavörum, mjaltavélaleiga og útleiga á ungbarnavogum.

  Smáa letrið

  Varan er póstsend tveimur vikum eftir að tilboðinu lýkur. Kaupendur þurfa að passa að heimilisfang sé rétt.

  Gildistími: 30.06.14 - 30.06.14

  Tilboð dagsins

  8 hlutur / hlutir

  á síðu
  Síða:
  1. 1

  Karfan þín

  Augnablik...

  Augnablik