Skapaðu eigin sögu. Byrjaðu hefð.
Michelsen úrsmiðir bjóða í fyrsta sinn upp á rafhlöðuúr vegna eftirspurnar eftir vönduðum, íslenskum úrum á aðgengilegra verði en áður.
Tradition úrin eru minni og þynnri en Michelsen hafa boðið upp á hingað til. Úrin eru íslensk hönnun með nákvæmu og vönduðu svissnesku quartz gangverki.
Klassísk og einföld hönnunin skilar sér í tímalausu útliti, enda var hvatningin að hanna úr sem fylgir ekki tískubylgjum.
Helstu upplýsingar:
- 50 metra vatnsvarið, vandaður úrkassi úr ryðfríu 316L stáli.
- Rispufrítt safírgler.
- Rafhlöðuknúið quartz úrverk frá virtum svissneskum framleiðanda.
- Úrval af ólum.
- 2ja ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum.
Ítarlega upplýsingar um úr:
38mm úrkassi.
Bil á milli kjálka: 20 mm.
5ATM vatnsvörn.
Hágæða 316L ryðfrítt stál.
Rispufrétt safírgler.
Úrbak hentar vel fyrir áletrun.
Þrívíð klukkustundamerki.
Auðlæsileg skífa.
Ítarlegar upplýsingar um verk:
Nákvæmt „Swiss Made“ quartz úrverk
Dagsetning