Höfundur Karen Thompson Walker

Júlía og fjölskylda hennar búa í rólegu úthverfi í Kaliforníu. Eitthvað óvenjulegt liggur samt í loftinu og smám saman átta þau sig á að snúningur jarðar hefur hægt á sér. Dagar og nætur lengjast jafnt og þétt og heimurinn er í uppnámi vegna áhrifanna sem breytt þyngdarafl hefur á allt lífríkið, líkama fólks og hugarástand. Ríkisstjórnin sendir út tilmæli um að allir skuli fylgja klukkunni en margir neita og reyna að fylgja stöðugt lengri sólarhring. Þannig skapast tvær andstæðar fylkingar og fólk er skelfingu lostið. Júlía reynir að aðlagast nýju umhverfi en það er ógerlegt því sífellt meir hægir á snúningi jarðar og það sem var í gær er ekki lengur í dag. Höfundur bókarinnar, Karen Walker, var ritstjóri hjá stóru útgáfufyrirtæki. Hugmyndin að þessari bók kviknaði fyrst þegar Karen las um hamfarirnar á Indónesíu árið 2004 þegar fljóðbylgjan mikla hægði á snúningi jarðar í örfá sekúndubrot.

Íslensk þýðing: Davíð Þór Jónsson

Kosin besta bók ársins af: People ∙ O: The Oprah Magazine ∙ Financial Times ∙ Kansas City Star ∙ BookPage ∙ Kirkus Reviews ∙ Publishers Weekly ∙ Booklist

1990.0000

Tími undranna

Fullt verð 3.690 kr
Þú sparar 1.700 kr
Afsláttur 46%
  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 107mín.
  • 55mín.
Um Salka
Salka
Salka Salka, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Salka var stofnuð vorið 2000 og síðan þá hafa verið gefnir út hátt í 20 titlar.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik